Markþjálfunarlausn sem skilar mælanlegum árangri
Starfskrafturinn þrífst og dafnar til langs tíma þegar frammistaða og vellíðan fer saman
Vinnustaðamarkþjálfun er skilvirk og áreiðanleg leið til að knýja fram það besta í þínu starfsfólki.
Þú færð skýra mynd af árangrinum
Við hjálpum stjórnendum að ná sínum mannauðs- og rekstrarmarkmiðum. Árangursmælikerfi spiralup tryggir að hægt sé að sýna fram á haldbæran árangur.
Þín rekstrarlegu markmið að leiðarljósi
Við hefjum samstarfið með markvissum fundi þar sem við sníðum markþjálfunarlausnina að markmiðum fyrirtækisins. Reynsla okkar og hugbúnaður nýtist til að ná hámarksárangri með sem minnstri fyrirhöfn.
Stofnandi spiralup
Sveinn hefur víðtæka reynslu af vinnustaðamarkþjálfun.
Árið 2018 vann hann með Daniel Goleman og teymi hans að uppsetningu á markþjálfunarlausnum fyrir bandarískan fyrirtækjamarkað. Hlutverk Sveins var að hanna árangursmælikerfin sem sýndu áhrifin af markþjálfuninni á starfsfólkið og reksturinn.
Eftir þá reynslu hefur markþjálfun og rekstur verið hornsteinn viðfangsefna Sveins og hefur hann síðan unnið sem markþjálfi, fyrirtækjaráðgjafi og stofnað fyrirtæki í bæði Hollandi og Danmörku.
Árin 2022 og 2023 vann Sveinn sem ráðgjafi hjá fyrirtæki sem hefur á seinustu 20 árum veitt öllum helstu fyrirtækjum Hollands vinnustaðamarkþjálfun. Sú reynsla var innblástur fyrir stofnun spiralup á Íslandi.
Sveinn Hróbjartsson